Bakvörðurinn Frank Aron Booker mun á næstu dögum verða leikmaður Breiðabliks í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Frank kemur til liðsins frá Val, en þar hefur hann mikið verið frá síðustu tímabil vegna meiðsla og hefur hann ekkert tekið þátt á yfirstandandi tímabili.

Á síðasta heila tímabili sem hann lék 2019-20 lék hann 20 leiki og skilaði í þeim 15 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þá var Frank einnig hluti af íslenska landsliðinu árið 2019 og lék þá fjóra leiki fyrir Íslands hönd.