Leik Vestra og Þórs sem var á dagskrá á morgun í Subway deild karla hefur verið frestað vegna COVID-19 hjá Vestra.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.

Hefur þá öllum leikjum morgundagsins verið frestað nema viðureign Njarðvíkur og Þórs Akureyri, en samkvæmt skipulagi mun hann fara fram annað kvöld kl. 18:15 í Ljónagryfjunni.