Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants tryggðu sig í dag áfram í undanúrslit í belgíska bikarnum með sigri á Mechelen í tveimur leikjum, þeim fyrri 117-77, seinni 90-89 og í heildina 207-166.

Í undanúrslitum munu þeir mæta siguvegara viðureigna Belfius Mons og Filou Oostende.

Elvar Már lék 19 mínútur í leik dagsins og skilaði á þeim 15 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks