Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Reggio Emilia í Europe Cup, 86-72.

Giants eru í annarri umferð keppninnar, en þar eru þeir í fjórða sæti J riðils með þrjú töp úr fyrstu þremur leikjunum.

Á 31 mínútu spilaðri skilaði Elvar Már 9 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Giants í keppninni er þann 26. janúar gegn Kyiv Basket.

Tölfræði leiks