Lamdsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson verður ekki í leikmannahóp Antwerp Giants í kvöld er liðið mætir Mechelen í BNXT deildinni í Belgíu þar sem hann hefur greinst með Kórónuveiruna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Þá tekur félagið einnig fram að Elvar Már verði einnig utan hóps komandi sunnudag í öðrum deildarleik gegn Okapi Aalst.

Elvar Már er annar landsliðsmaður Íslands sem greinist með veiruna á síðustu dögum, en Martin Hermannsson leikmaður Valencia á Spáni er einnig í einangrun og frá keppni með sínum mönnum vegna kórónuveirusmits.