Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Mechelen í fyrri leik liðanna í belgíska bikarnum fyrr í kvöld, 77-117.

Leikið er heima og heiman en fari svo að Antwerp komist áfram mæta þeir annaðhvort Belfius Mons eða Filou Oostende í undanúrslitunum.

Á 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 14 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Seinni leikur liðanna fer fram komandi sunnudag 23. janúar.

Tölfræði leiks