Leik Njarðvíkur og Fjölnis í Subway deild kvenna sem fara átti fram í kvöld hefur samkvæmt heimildum Körfunnar verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr tími.

Það hafa þá tveimur leikjum kvöldsins verið frestað, en leik Hauka og Keflavíkur var einnig frestað.

Einn leikur mun þó fara fram í kvöld, leikur Breiðabliks og Grindavíkur sem fram fer í Smáranum.