Leik Fjölnis og Hattar í 1. deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Hvorki var flogið austur né að austan í dag og því komst lið Hattar ekki til leiksins.

Búið er að setja leikinn á kl. 18:00 á morgun.