Leik Snæfells og KR í 1. deild kvenna sem fara átti fram í kvöld hefur samkvæmt heimildum Körfunnar verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í gær, var færður þangað til í kvöld, en mun nú hafa verið færður fram um viku.