Leik Hauka og Njarðvíkur sem fara átti fram í Subway deild kvenna komandi miðvikudag hefur verið frestað. Er það vegna kórónuveirusmita í leikmannahóp Njarðvíkur sem honum hefur verið frestað, en leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.

Tilkynning:

Mótanefnd KKÍ hefur frestað einum leik í Subway deild kvenna sem var á dagskrá næsta miðvikudag, Haukar-Njarðvík. Þetta er til komið vegna COVID smita í leikmannahópum Njarðvíkur.

Leiknum hefur ekki enn verið fundinn nýr leiktími.