Leik Fjölnis og Breiðabliks í Subway deild kvenna sem fara átti fram annað kvöld hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sóttkvíum og einangrunar leikmanna Breiðabliks. Samkvæmt tilkynningu hefur leiknum ekki verið fundinn nýr tími, en vonast er til að hann geti farið fram komandi helgi.