Leik Tindastóls og KR í 1. deild kvenna hefur verið frestað þar sem upp er komið smit í leikmannahópi Tindastóls og allt liðið því komið í sóttkví.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.

Enn eru þó á dagskrá í dag viðureignir Vestra og Hamars/Þórs á Ísafirði og Þórs og Aþenu á Akureyri.