Einn leikur fer fram í Subway deild kvenna í kvöld.

Nýliðar Grindavíkur taka á móti Íslandsmeisturum Vals kl. 19:15 í HS Orku Höllinni í Grindavík.

Fyrir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 6 stig.

Tvisvar áður hafa liðin mæst á þessu tímabili og hefur Valur unnið báða þá leiki nokkuð örugglega. Með 25 stigum þann 6. október í Grindavík, en 34 stigum þann 21. nóvember heima í Origo Höllinni.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Subway deild kvenna

Grindavík Valur – kl. 19:15