Þór lagði Grindavík heima á Akureyri fyrr í kvöld í Subway deild karla, 82-80. Eftir leikinn er Grindavík í 3.-4. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að sigurinn var sá fyrsti sem að Þór vinnur á tímabilinu, en þeir eru þá í 12. sætinu með 2 stig.

Tölfræði leiks

Þór Tv spjallaði við Dúa Þór Jónsson leikmann Þórs eftir leik í Höllinni. Dúi átti hreint frábæran leik í kvöld, skilaði 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum á um 36 mínútum spiluðum.