Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur dæmt þjálfara Grindavíkur í Subway deild karla í eins leiks bann vegna brottrekstur sem hann fékk í leik liðsins gegn Þór á Akureyri. Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Val þann 20. janúar, en gera má ráð fyrir að liðið verði aðalþjálfaralaust þá.

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn Grindavík, sem fram fór þann 6. Janúar 2022