Bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hefur yfirgefið Ourense í Leb Plata deildinni á Spáni. Staðfestir Dagur þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt Degi mun það vera af persónulegum ástæðum sem hann fór fram á að rifta samningi sínum við félagið, en hann viti ekki hvað tekur nú við.

Á 18 mínútum spiluðum að meðaltali í 13 leikjum með Ourense skilaði Dagur Kár 10 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.