Dagur Kár Jónsson og Ourense unnu tveggja stiga sigur á Melilla í kvöld í Leb Plata deildinni á Spáni, 79-81.

Eftir leikinn er Ourense í 3. sæti deildarinnar með 9 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum var Dagur Kár með 9 stig, 2 fráköst, 3 stoðsendingar og stolinn bolta.

Næsti leikur Dags og Ourense er þann 22. janúar gegn Morón.

Tölfræði leiks