Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, er gestur í tíunda þætti af Undir Körfunni. Í þættinum ræðir Dagný leikferill sinn til þessa og þá sérstaklega tímann sinn í Bandaríkjunum þar sem hún lék með Westtown School, Niagara Purple Eagles og Wyoming Cowgirls. 

Dagný skipti frá Hamar-Þór yfir til Fjölnis fyrir tímabilið sem nú stendur yfir. Dagný greinir frá því hvers vegna hún valdi Fjölni og segir markmið liðsins skýr, að sækja þann stóra í vor.

Listen on Apple Podcasts

Dagný gefur einnig innsýn í klefann hjá Fjölni, fer yfir vandræðalegustu augnablikin sín á vellinum og svarar fjölmörgum spurningum af Subway spjallinu.

Undir Körfunni er í boði Lykils, Subway og Kristalls.