KR hefur samið við Carl Lindbom um að leika með félaginu á yfistandandi tímabili í Subway deild karla.

Carl er 206 cm, 30 ára finnskur framherji sem kemur til liðsins frá Trefl Sopot í Póllandi, en áður hefur hann einnig leikið fyrir félög í Litháen, Frakklandi, Króatíu, Þýskalandinu og í heimalandinu Finnlandi. Þá hefur hann einnig leikið finnska landsliðið og var hluti af því þegar að Ísland mætti því á lokamóti EuroBasket 2017 í Helsinki.