Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers lögðu Missouri Western í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 76-71.

Leikurinn var sá þriðji sem Fort Hays vinna í röð, en þeir hafa það sem af er tímabili unnið fjórtán leiki og tapað fjórum.

Á 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni 15 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Bjarna og Fort Hays er þann 29. janúar gegn Nebraska Kearney.

Tölfræði leiks