Birna Benónýsdóttir og Bingahmton Bearcats lögðu UMBC Retrievers í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 67-44.

Eftir leikinn er Binghamton í 7. sæti American East deildarinnar með 5 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Á 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Birna 20 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Birnu og Binghamton er á morgun mánudag 31. janúar gegn Albany Great Danes.

Tölfræði leiks