Birna atkvæðamikil gegn NJIT Highlanders

Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola 10 stiga tap í kvöld fyrir NJIT Highlanders, 48-58.

Bingamton eru eftir leikinn í 9. sæti American East deildarinnar með fjóra sigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Birna var næst stigahæst í liði Bingahamton í leiknum, en hún skilaði 13 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og 2 vörðum skotum.

Næsti leikur Birnu og Binghamton er þann 27. janúar gegn Hartford Hawks.

Tölfræði leiks