Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Stony Brook Seawolves í bandaríska háskólaboltanum, 44-69.

Það sem af er tímabili hefur Bingamton unnið fjóra leiki og tapað átta.

Á 26 mínútum spiluðum í leiknum var Birna lang atkvæðamest leikmanna Binghamton í leiknum með 18 stig, 7 fráköst og 2 varin skot.

Næsti leikur Birnu og Bingamton er þann 22. janúar gegn NJIT Highlanders.

Tölfræði leiks