Valur lagði Tindastól í kvöld í 12. umferð Subway deildar karla, 96-71. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 14 í 4.-6. sæti deildarinnar.

Liðin höfðu í eitt skipti áður mæst í deildinni á tímabilinu, þann 8. október hafði Tindastóll nokkuð öruggan sigur á Val á Sauðárkróki, 76-62

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Tindastóls eftir leik í Origo Höllinni.