Lið Þórs Akureyri hefur fengið leikheimild í Subway deild karla fyrir August Emil Haas.

August er 24 ára, 188 cm bakvörður sem síðast lék með BMS Herlev í dönsku úrvalsdeildinni. Árin 2016-19 lék hann í bandaríska háskólaboltanum, en þar áður var hann á mála hjá danska félaginu SISU. Þá hefur hann einnig leikið fyrir öll yngri og a landslið Danmerkur.

Þór Akureyri er sem stendur í 12. sæti Subway deildarinnar með 2 stig eftir fyrstu 13 leikina.