Ármann lagði heimakonur í Þór á Akureyri nú um helgina, 65-69. Eftir leikinn er Ármann í efsta sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Þór Akureyri er í þriðja sætinu með 14 stig.

Fyrirfram var búist við að viðureign Þórs og Ármanns yrði jöfn og spennandi þar sem sigurinn gæti dottið hvoru megin sem var og sú varð raunin.

Þórsstúlkur hófu leikinn betur og eftir tæplega mínútna langan leik skoraði Hrefna Ottósdóttir fyrstu stig leiksins 3:0. Þór leiddi svo leikinn 12:7 en þegar rúm hálf mínúta lifði leikhlutans jöfnuðu gestirnir 14:14 en Ionna kom Þór yfir 15:14 með stig af vítalínunni áður en leikhlutinn rann sitt skeið.

Þórsstúlkur virtust hafa leikinn í hendi sér í öðrum leikhluta og hafði liðið mest tólf stiga forskot 30:18 þegar þrjá mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þór vann leikhlutann með fimm stigum og leiddi í hálfleik með sex stigum 34:28.

Í fyrri hálfleik áttu þær Ionna, Heiða Hlín og Hrefna frábæran leik. Ionna var þá komin með 7 stig og 19 fráköst, Heiða Hlín 12 stigi  og Hrefna 6.
Hjá Ármanni var Schekinah með 13 sig og Jónína með 6. 

Fyrri hálfleikur stóð undir væntingu þ.e.a.s. jafn og spennandi leikur þar sem allt getur gerst.
Þórsstúlkur leiddu leikinn framan af þriðja leikhluta mest með sjö stigum en í stöðunni 40:33 og þrjár og hálf liðnar af leikhlutanum snérist leikurinn gestunum í vil. Skotin fara detta með þeim á sama tíma og hittni Þórs varð lakari og gestirnir jafna 40:40. Þór kemst yfir en gestirnir jafna aftur 44:44 og komast svo yfir í fyrsta sinn í leiknum 44:46. Leikurinn var svo í járnum það sem eftir lifði leikhlutans sem gestirnir unnu með níu stigum 14:23 og höfðu því fjögurra stiga forskot 48:51 þegar lokaspretturinn hófst.

Fjórði leikhlutinn var jafn og æsispennandi þar sem leikmenn beggja liða gerðu sér fulla grein fyrir því að hin minnstu mistök gætu kostað sigur i leiknum. Þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins eitt stig 61:62. Gestirnir héldu út og unnu leikhlutann með einu stigi og leikinn með fjórum stigum 65:69. 

Ekki verður sagt að mistök hafi kostað Þór sigurinn heldur sanngjarnara að segja að hlutirnir hafi dottið með gestunum á lokasprettinum. 

Í liði gestanna var Schekinah Sandja Bimpa frábær og hún skoraði 27 stig tók 16 fráköst og var með 2 stoðsendingar. Í liði Þórs var Ionna McKenzie algerlega frábær, hún skoraði 21 stig tók 30 fráköst og þar af 9 sóknarfráköst var með 3 stoðsendingar og 2 varin skot.

Framlag leikmanna Þórs: Ionna 21/30/3, Heiða Hlín 14/2/2, Hrefna 12/2/1,  Eva Wium 9/6/0, Marín Lind 6/2/1, Katla María 3/2/1.

Framlag leikmanna Ármanns: Schekinah 27/16/2, Jónína Þórdís 16/14/9, Telma Lind 10/3/3, Kristín Alda 10/7/0, Hildur Ýr 4/3/2 og Auður 2/2/3. 

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir & Viðtöl / Palli Jóh