Ægir Þór Steinarsson mátti þola tap gegn sínum gömu félögum í TAU Castello er Acunsa GBC laut í lægra haldi fyrir þeim fyrr í dag í Leb Oro deildinni á Spáni, 69-77, en Ægir lék með Castello tímabilið 2017-18.

Eftir leikinn er Acunsa í 5. sæti deildarinnar með átta sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Ægir Þór lék rétt rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði 12 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur Ægis og Acunsa er þann 30. nóvember gegn Almansa.

Tölfræði leiks