Verður Njarðvík Íslandsmeistari? Það er svosem aldrei að vita. Einhverja vísbendingu er þó mögulega hægt að fá út úr stöðu liða yfir áramótin. Síðustu tvö tímabil eru ekki samanburðarhæf vegna þess að ekkert lið varð Íslandsmeistari tímabilið 2019-20 og 2020-21 voru aðeins leiknir tveir leikir fyrir áramót. Þar á undan, 5 lið af 10 sem höfðu verið á toppi deildarinnar yfir hátíðarnar síðustu 10 ár klárað tímabilið með sigri á þeim stóra, eða 50%.

Það er því spurning hvort að lið Njarðvíkur fylgji þeirri hefð þetta árið, eða ekki? En liðið er sem stendur á toppi deildarinnar eftir 11 umferðir með 9 sigurleiki og 2 töp, tveimur stigum á undan Fjölni sem er í öðru sætinu.

Hérna er staðan í deildinni

2009-2010

Efsta lið deildar um jól KR

Íslandsmeistarar KR

2010-2011

Efsta lið deildar um jól Hamar  

Íslandsmeistarar Keflavík

2011-2012

Efsta lið deildar um jól Keflavík  

Íslandsmeistarar Njarðvík

2012-2013

Efsta lið deildar um jól Keflavík  

Íslandsmeistarar Keflavík

2013-2014

Efsta lið deildar um jól Snæfell  

Íslandsmeistarar Snæfell

2014-2015

Efsta lið deildar um jól Snæfell  

Íslandsmeistarar Snæfell

2015-2016

Efsta lið deildar um jól Haukar 

Íslandsmeistarar Snæfell

2016-2017

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar Keflavík

2017-2018

Efsta lið deildar um jól Valur

Íslandsmeistarar Haukar

2018-2019

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar Valur

2019-2020

Efsta lið deildar um jól Valur

Íslandsmeistarar Enginn

2020-2021

Efsta lið deildar um jól Aðeins 2 leikir fyrir jól

Íslandsmeistarar Valur

2021-2022

Efsta lið deildar um jól Njarðvík

Íslandsmeistarar ???