Tindastóll hefur samið við Zoran Vrkic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Zoran er 203 cm, 34 ára króatískur framherji sem síðast lék fyrir Alkar í heimalandinu, en áður hefur hann leikið í sterkum efstu deildum á Spáni og í Grikklandi.

Þá tilkynnti félagið einnig að bakvörðurinn Thomas Massamba myndi yfirgefa félagið, en í 10 leikjum fyrir þá í vetur var Thomas með 9 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.