Valur lagði Keflavík í kvöld í framlengdum leik í Subway deild kvenna, 74-79.

Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Keflavík er í 4. sætinu með 12 stig.

Gangur leiks

Valskonur mættu sterkar til leiks í Blue Höllina í dag. Ná að vera skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkgerir þó vel í að missa þær ekki of langt frá sér, fjögurra stiga munur eftir fyrsta fjórðunginn, 16-20. Í öðrum leikhlutanum skiptast liðin á snörpum áhlaupum. Valskonur ná þó að halda í forystu sína til búningsherbergja í hálfleik, 32-36.

Agnes María Svansdóttir var atkvæðamest fyri Keflavík í fyrri hálfleiknum með 10 stig, 3 fráköst og 2 stolna bolta. Fyrir Val var Ameryst Alston atkvæðamest með 12 stig og 7 fráköst.

Valur tekur aftur á rás í upphafi seinni hálfleiksins, ná mest 12 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Heimakonur ná þó undir lok fjórðungsins að halda í við þær og er munurinn aðeins 5 stig fyrir lokaleikhlutann, 46-51. Með góðu áhlaupi um miðjan fjórða leikhlutann nær Keflavík að vinna niður muninn og komast nokkrum stigum yfir, þar sem mikið fór sóknarlega fyrir Ólöfu Rún Óladóttur. Valskonur koma þó til baka og ná að jafna leikinn 67-67 með laglegu sniðskoti frá Ameryst Alston þegar um 29 sekúndur eru eftir af leiknum. Keflavík fær svo tvö góð tækifæri í lokasókninni til þess að vinna leikinn en allt kemur fyrir ekki, leikurinn er framlengdur.

Framlengingin er svo jöfn og spennandi. Ameryst setur Val tveimur yfir þegar um 30 sekúndur eru eftir, 73-75. Keflavík missir boltann í næstu sókn. Í næstu sókn Vals þar á eftir kemur Eydís Eva Þórisdóttir þeim 4 stigum yfir 73-77 af vítalínunni, en þá eru 17 sekúndur eftir. Keflavík nær ekki að skora fleiri stig í leiknum og fer svo að Valur vinnur leikinn að lokum 73-79.

Tölfræðin lýgur ekki

Valskonur vinna frákastabaráttu leiksins nokkuð örugglega með 55 á móti aðeins 43 fráköstum Keflavíkur.

Atkvæðamestar

Fyrir Keflavík var Daniela Morillo atkvæðamest með 11 stig og 15 fráköst. Ólöf Rún Óladóttir bætti við 15 stigum og 3 stoðsendingum.

Fyrir Val var Ameryst Alston best með 33 stig, 18 fráköst og Ásta Júlía Grímsdóttir henni næst með 13 stig og 13 fráköst.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 15. desember. Keflavík heimsækir Breiðablik í Smárann á meðan að Valur fær Hauka í heimsókn.

Tölfræði leiks