Fyrri tvær viðureignirnar í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla fóru fram í kvöld. Stjarnan og Íslandsmeistarar Þórs tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Stjarnan vann Grindavík í Mathús Garðabæjar höllinni, á meðan Þór lagði ÍR í TM hellinum.

Seinni tvær viðureignirnar fara fram annað kvöld, Keflavík tekur á móti Haukum og Valsmenn fá bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn.

Úrslit

VÍS-bikar karla

Stjarnan 85-76 Grindavík

ÍR 77-79 Þór Þorlákshöfn