Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, er til tals í sjötta þætti af Undir Körfunni. Hilmar ræðir um feril sinn, bestu og verstu augnablik.

Hilmar kemur af mikilli körfuboltafjölskyldu, í Breiðablik leikur hann með bróðir sínum, Sigurði Péturssyni, undir stjórn föður þeirra, Pétri Ingvarssyni. Næstu leikir Hilmars með Breiðablik eru gegn frænda hans, Kára Jónssyni, hjá Val og besta vini hans, Hilmari Smára Henningssyni, hjá Stjörnunni. Hilmar vonast til að hafa betur í báðum viðureignum. 

Hilmar gefur upp hvernig stemningin er í klefanum hjá Breiðablik, svarar spurningum af Subway-spjallinu og tilkynnir draumalið sitt af samherjum í gegnum ferilinn og úrvalslið sitt í Subway-deildinni en bæði lið þurfa að spila Breiðabliks bolta að mati Hilmars.

Undir Körfunni er í boði Kristalls, Lykils og Subway.