Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, er viðmælandi í fimmta þætti Undir Körfunni. Embla ræðir um feril sinn hingað til, helstu ástæður vegna félagaskipta og tilveruna í Borgarnesi.

Embla tilkynnti á dögunum að hún ætti von á sínu öðru barni og mun ekki spila meira á tímabilinu með Skallagrím. Embla svarar slúðursögum sem hafa gengið á varðandi tilkynningar hennar til félagsins og Embla ræðir einnig ítarlega um Goran Miljevic, fyrrum þjálfara Skallagríms, en hún viðurkennir að hafa átt stóran þátt í brottrekstri hans frá félaginu.

Ásamt því er rætt um fasta liði eins og venjulega, stemninguna í klefanum, bestu og verstu augnablikin á ferlinum og svo tilkynnir Embla úrvalsliðið sitt af samherjum yfir ferilinn og draumalið sitt í Subway deildinni.

Umsjón: Atli Arason 

Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.