Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, er gestur í áttunda þætti af Undir Körfunni. Áttundi þætti er skipt upp í tvo hluta og í fyrri hluta fer Þröstur vel og ítarlega yfir körfuboltaferill sinn til þessa og segir sögur frá tímanum sínum með Tindastól og Þór Akureyri sem og allskonar sögur úr Keflavík.

Þröstur ræðir vonir og eftirsjár af ferli sínum og hvers vegna honum tókst aldrei að komast út í atvinnumennsku. Þröstur fer yfir sína uppáhalds hluti og greinir meðal annars frá því hver af Endalínu þríburunum er bestur í körfubolta að hans mati.

Næsti leikur Þrastar og Keflavíkur er nágrannaslagur gegn Njarðvík og Þröstur útskýrir ríginn á milli liðanna í gegnum tíðina og segir frá því þegar hann var nálægt því að ganga til liðs við Njarðvík eftir tímann sinn á Sauðárkróki.

Umsjón: Atli Arason 

Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.