Tveimur leikjum sem fara áttu fram á morgun í Subway deild karla hefur verið frestað vegan heimsfaraldurs Covid-19. Leik Vals gegn KR og Tindastóls gegn Þór Akureyri hefur verið frestað, en þeim hefur enn ekki verið fundinn nýr leiktími.

Tilkynning:

Tveimur leikjum Subway deildar karla hefur verið frestað vegna COVID. Annars vegar er þetta leikur Vals og KR og hins vegar leikur Þórs Ak. og Tindastóls, en báðir leikir voru á dagskrá á morgun, þriðjudaginn 28. desember. Leikjunum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.