Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers lögðu Yoast United í dag í BNXT deildinni í Hollandi, 88-71.

Eftir leikinn eru Hammers í 5. sæti deildarinnar með átta sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 10 stigum, 2 fráköstum og 4 stolnum boltum.

Næsti leikur Þóris og Hammers er þann 27. desember gegn Den Helder Suns.

Tölfræði leiks