Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í kvöld fyrir Marist Red Foxes í bandaríska háskólaboltanum, 49-61.

Það sem af er tímabili hafa Gaels unnið tvo leiki og tapað fimm.

Þóranna kom sterk inn af bekk Gaels í leik kvöldsins og skilaði 5 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þórönnu og Gaels er á gamlársdag gegn Fairfield Stags.

Tölfræði leiks