Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon héldu sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið lagði BK Amager, 61-62.

AKS eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, nú með sjö sigra í fyrstu sjö leikjum tímabilsins.

Á 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 13 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Með Þóru í AKS Falcon í vetur hefur verið Ástrós Lena Ægisdóttir, en hún var ekki með liðinu í dag.

Næsti leikur AKS er ekki fyrr en á nýju ári, þann 9. janúar gegn Aabyhoj.

Tölfræði leiks