Aukasendingin fékk til sín Þann Hundtrygga Hraunar Karl og Snáða 1 Ísak Wíum í vikunni til þess að gera upp almanaksárið 2021 í íslenskum körfubolta.

Í upptökunni tilnefna þeir þá sem hafa verið bestir í Subway deildinni á árinu í nokkrum flokkum. Það er þá á seinni hluta síðasta tímabils og fyrri hluta þess er stendur yfir þessa stundina.

Þar er leikmaður ársins 2021 tilgreindur, sem og þjálfari ársins, besti ungi leikmaður og fimm leikmanna úrvalslið deildarinnar.

Upphaf umræðunnar er að finna á 00:18:00 í upptökunni.

Listen on Apple Podcasts

Besti íslenski leikmaður Subway deildarinnar 2021:

Kristófer Acox – Valur

Besti þjálfari Subway deildarinnar 2021:

Lárus Jónsson – Þór

Besti ungi leikmaður Subway deildarinnar 2021:

Styrmir Snær Þrastarson – Þór

Byrjunarlið Subway deildarinnar 2021:

Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík

Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan

Dominykas Milka – Keflavík

Adomas Drungilas – Þór

Everage Lee Richardson – ÍR/Breiðablik

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á upptökuna í heild.