Aukasendingin fékk til sín Þann Hundtrygga Hraunar Karl og Þann Loftslagskvíðna Guðmund Auðunn í gær til þess að ræða fréttir vikunnar, Subway deild karla og fyrstu deildina.

Undir lok þáttarins velja þeir svo í byrjunarlið þeirra íslensku leikmanna sem hafa verið bestar viðbætur við leikmannahópana. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fimm leikmenn það voru sem komust í það byrjunarlið, en upphaf umræðunnar er að finna á 01:12:30 í upptökunni.

Bestu íslensku viðbæturnar:

Kári Jónsson – Valur

Haukur Helgi Pálsson – Njarðvík

Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Tindastóll

Hilmar Pétursson – Breiðablik

Everage Lee Richardson – Breiðablik

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á upptökuna í heild.