Dregið verður í undanúrslit VÍS bikars karla og kvenna nú á hádeginu.

Átta liða úrslit karla og kvenna hafa farið fram síðustu daga og eru 4 karla og kvennalið komin með farseðil tryggan í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöllinni eftir áramótin.

Þau lið sem verða í pottinum þegar dregið verður:

VÍS bikar karla

Keflavík

Stjarnan

Valur

Þór

VÍS bikar kvenna

Haukar

Breiðablik

Snæfell

Njarðvík

Drátturinn verður svo að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Twitter reikning Körfunnar hér fyrir neðan.