Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í gærkvöldi Utah State Aggies í bandaríska háskólaboltanum, 55-82.

Það sem af er tímabili hafa Cardinals unnið sex leiki og tapað þremur.

Á 21 mínútu spilaðri skilaði Thelma Dís 12 stigum og 3 fráköstum. Setti liðið skólamet í þriggja stiga körfum í leiknum, en Thelma setti niður 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.

Næsti leikur Thelmu og Cardinals er þann 20. desember gegn Bellarmine knights.

Tölfræði leiks