Dominykas Milka ræðir við leikmann Breiðabliks Everage Richardson um bernskuna í New York, háskóla boltann í Suður Karólínu og hvernig það hafi verið að vera atvinnumaður í Þýskalandi og Lúxemborg. Þá ræða þeir komu hans til Íslands og hvernig hann hefur á síðustu árum verið einn besti leikmaðurinn í nokkrum deildum hér á landi.

Everage kom upphaflega til Íslands 2017 og lék fyrir Gnúpverja. Tímabilið þar á eftir var hann með Hamri í fyrstu deildinni áður en hann skipti svo yfir í úrvalsdeildarlið ÍR fyrir síðasta tímabil. Fyrir yfirstandandi tímabil gekk hann svo til liðs við Breiðablik, en þar hefur hann verið einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar það sem af er.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

This image has an empty alt attribute; its file name is 3-1-1024x171.png

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.