Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tap í kvöld fyrir Yoast United í BNXT deildinni í Hollandi, 71-93.

Það sem af er tímabili hafa Royals tapað tíu leikjum og aðeins unnið einn, en þeir eru sem stendur í 9. sæti hollenska hluta deildarinnar.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Snorri 10 stigum, 3 fráköstum og vörðu skoti.

Næsti leikur Snorra og Royals er þann 8. desember gegn Feyenoord.

Tölfræði leiks