Snorri Vignisson og The Hague Royals töpuðu í dag fyrir Apollo Amsterdam í BNXT deildinni í Hollandi, 70-103.

Eftir leikinn eru Royals í 11. sæti deildarinnar með einn sigur og tólf töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Snorri 11 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.

Næsti leikur Snorra og Royals er þann 22. desember gegn Den Bosch Heroes.

Tölfræði leiks