ÍR lagði Grindavík í kvöld með 79 stigum gegn 72 í Subway deild karla. Eftir leikinn er ÍR í 9. sæti deildarinnar með 6 stig á meðan að Grindavík er í 3. sætinu með 12 stig.

Sigurinn var sá þriðji sem ÍR vinnur í röð heima í Hellinum í Breiðholti.

Gangur leiks

Leikurinn er í nokkru jafnvægi á upphafsmínútunum. Liðin skiptast á stuttum áhlaupum, en þegar fyrsti leikhluti er á enda eru það heimamenn sem eru skrefinu á undan, 23-19. Í öðrum leikhlutanum gerir ÍR svo vel í að ekki bara hald í, heldur bæta við forskot sit lítillega. Staðan 45-39 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Bar hæst hjá heimamönnum í þessum fyrri hálfleik að Triston Simpson skilaði 12 stigum og 6 stoðsendingum. Þá bætti Collin Pryor við 12 stigum, 2 fráköstum og Breki Gylfason átti frábæra innkomu af bekk þeirra, þar sem hann meðal annars stal boltanum í eitt skipti og tróð honum með látum í traffík.

Fyrir gestina úr Grindavík var Ólafur Ólafsson framlagshæstur í þessum fyrri hálfleik með 7 stig og 6 fráköst. Ivan bætti svosem við 11 stigum og 5 fráköstum, en hann var að gera það úr 12 skotum af vellin, heimamenn að gera honum virkilega erfitt fyrir.

Þrátt fyrir að vera vel inni í leiknum í upphafi seinni hálfleiksins var augljóst hvað það var að fara í taugarnar á Grindvíkingum að vera undir. Fá á sig tvær tæknivillur með stuttu millibili á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiksins.Gera sig í framhaldi ekkert líklega til að vinna forskotið niður, eru 11 stigum undir eftir þrjá leikhluta, 64-53. Í upphafi lokaleikhlutans gera Grindvíkingar sig svo líklega til þess að komast inn í leikinn, fara 3 stigum næst heimamönnum á lokamínútunum, en komast ekki lengra. Niðurstaðan 79-72 sigur ÍR.

Kjarninn

Grindavík leit í raun aldrei út fyrir að vera fara vinna þennan leik. Tapa honum ekkert með mörgum stigum, en virtust bara ekki eiga sjéns. Afleitur dagur fyrir lykilmenn þeirra Ivan Aurrecoechea og EC Matthews, sem miðað við það sem þeir hafa áður sýnt, voru mjög langt frá sínu besta. ÍR gerði vel varnarlega. Halda ágætu sóknarliði Grindavíkur í aðeins 72 stigum í leiknum. Nýjir atvinnumenn þeirra, Igor Maric, Triston Simpson og Jordan Semple litu allir með tölu vel út á báðum endum vallarins.

Atkvæðamestir

Fyrir heimamenn var Triston Simpson atkvæðamestur með 17 stig, 8 stoðsendingar og Igor Maric bætti við 21 stigi og 3 fráköstum.

Fyrir Grindavík var Ivan Aurrecoechea Alcolado atkvæðamestur með 16 stig og 9 fráköst. Þá var Ólafur Ólafsson með 12 stig og 7 fráköst.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik komandi mánudag 12. desember í VÍS bikarkeppninni. Grindavík heimsækir Stjörnuna í MGH og ÍR fær Íslandsmeistara Þórs í heimsókn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Þorsteinn Eyþórsson)