Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Central Oklahoma í bandaríska háskólaboltanum, 60-77.

Tapið var þeirra fyrsta á tímabilinu, en áður höfðu þeir unnið fyrstu átta leiki sína.

Á 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni 2 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Það er stutt á milli leikja þessa dagana hjá Bjarna og Fort Hays, en næst eiga þeir leik annað kvöld gegn Newman.

Tölfræði leiks