Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers lögðu Aris Leeuwarden fyrr í kvöld í hollensku BNXT deildinni, 73-94.

Leikurinn var sá fyrsti sem að Þórir leikur fyrir liðið, en hann kom til þeirra á dögunum frá KR.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir4 stigum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Hammers er þann 19. desember gegn Yoast United.

Tölfræði leiks