Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í kvöld UNC Asheville Bulldogs í bandaríska háskólaboltanum, 51-62.

Fyrir sigur kvöldsins höfðu Mocs tapað níu í röð, en það sem af er tímabili hafa þær unnið tvo leiki og tapað tíu.

Á 36 mínútum spiluðum í leiknum hafði Sigrún hægt um sig í stigaskorun með aðeins 2 stig, en við það bætti hún 8 fráköstum, 7 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins í kvöld.

Næsti leikur Sigrúnar og Mocs er þann 27. desember gegn Tennessee Lady Volunteers.

Tölfræði leik