Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum fyrir Cincinnati Bearcats, 63-52.

Það sem af er tímabili hafa Mocs unnið einn leik og tapað tíu.

Á 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún Björg 2 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Næsti leikur Sigrúnar og Mocs er þann 18. desember gegn North Alabama Lions.

Tölfræði leiks